Helgi komst áfram í Wales

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason fá nóg að gera …
Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason fá nóg að gera í Cardiff. mbl.is/Golli

Helgi Jóhannesson tryggði sér í dag sæti í aðalkeppninni í einliðaleik karla á alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Welsh International sem haldið er í Cardiff í Wales. Hann lagði þrjá andstæðinga sína að velli. Magnús Ingi Helgason sat hjá og fer beint í aðalkeppnina.

Helgi sigraði fyrst Ben Dolman frá Englandi, 21:18 og 21:12 og síðan Jack Molyneux frá Englandi, 21:17, 20:22, 23:21. Loks mætti hann Thomas Rouxel frá Frakklandi í úrslitaleik og vann, 15:21, 21:13 og 21:17.

Í 1. umferðinni á morgun leikur Helgi við afar sterkan andstæðing, Brice Leverdez frá Frakklandi, sem er besti einleiksspilari Frakklands og í 60. sæti heimslistans. Magnús Ingi dróst á móti Rune Massing frá Hollandi sem er í 118. sæti heimslistans en Magnús Ingi er þar í 308. sæti og á því væntanlega ekki mikla möguleika.

Þeir Helgi og Magnús Ingi keppa einnig í tvíliðaleik mótsins og þar mæta þeir Joe Morgan og James Philips frá Wales. Þeir léku gegn þeim á móti á Kýpur í síðasta mánuði og þar höfðu Helgi og Magnús betur í hörkuleik, 21:19 og 22:20.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka