Helgi komst áfram í Wales

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason fá nóg að gera …
Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason fá nóg að gera í Cardiff. mbl.is/Golli

Helgi Jó­hann­es­son tryggði sér í dag sæti í aðal­keppn­inni í einliðal­eik karla á alþjóðlega badm­int­on­mót­inu Yo­nex Welsh In­ternati­onal sem haldið er í Car­diff í Wales. Hann lagði þrjá and­stæðinga sína að velli. Magnús Ingi Helga­son sat hjá og fer beint í aðal­keppn­ina.

Helgi sigraði fyrst Ben Dolm­an frá Englandi, 21:18 og 21:12 og síðan Jack Mo­lyneux frá Englandi, 21:17, 20:22, 23:21. Loks mætti hann Thom­as Roux­el frá Frakklandi í úr­slita­leik og vann, 15:21, 21:13 og 21:17.

Í 1. um­ferðinni á morg­un leik­ur Helgi við afar sterk­an and­stæðing, Brice Lever­dez frá Frakklandi, sem er besti ein­leiks­spil­ari Frakk­lands og í 60. sæti heimslist­ans. Magnús Ingi dróst á móti Rune Mass­ing frá Hollandi sem er í 118. sæti heimslist­ans en Magnús Ingi er þar í 308. sæti og á því vænt­an­lega ekki mikla mögu­leika.

Þeir Helgi og Magnús Ingi keppa einnig í tvíliðal­eik móts­ins og þar mæta þeir Joe Morg­an og James Phil­ips frá Wales. Þeir léku gegn þeim á móti á Kýp­ur í síðasta mánuði og þar höfðu Helgi og Magnús bet­ur í hörku­leik, 21:19 og 22:20.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert