Það var margt um manninn í Laugardalnum um helgina, en þá fór fram Íslandsmótið í sundi fatlaðra. Óvenju góð þátttaka var í ár, eða um 80 þátttakendur og féllu þar 11 Íslandsmet samtals.
„Þetta var frábært mót, því það vill oft koma smá lægð eftir Ólympíuleika. Það voru fleiri keppendur nú en í fyrra og var gaman að fá Sundfélagið Óðin frá Akureyri, sem fjölmennti. En 11 met er býsna gott og margir ungir og efnilegir sundgarpar létu ljós sitt skína,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, landsliðsþjálfari í sundi, en hún var yfirdómari mótsins. Nánar um mótið í Mogganum í dag.