Soffía Klemenzdóttir rétt missti af bronsverðlaunum í 200 metra flugsundi á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Svíþjóð.
Fyrsta hluta mótsins er lokið og náði Soffía bestum árangri þeirra átta íslensku keppenda sem taka þátt í mótinu. Hún var í mikilli baráttu um þriðja sætið í sundinu en gaf aðeins eftir á síðustu metrunum.
Inga Elín Cryerreiöa varð í sjöunda sæti í 800 metra skirðsundi, Bryndís Rún Hansen varð sjöunda í 100 metra skriðsundi og Karen Sif Vilhjálmsdóttir níunda. Sindri Þór Jakobsson varð fimmti í 200 metra flugsundi og Lilja Ingimarsdóttir náði einnig fimmta sætinu í 200 metra bringusundi og Gunnar Örn Arnarsson varð níundi í sömu vegalengd. Þá lenti stúlknasveitin í fimmta sæti í 4x100 metra fjórsundi.
Einhver slappleiki hefur verið hjá íslensku keppendunum og varð Hrafn Traustason að hætta við þátttöku í þessum fyrsta hluta vegna veikinda.