La Hoya játaði sig sigraðan

Manny Pacquiao fagnar sigri.
Manny Pacquiao fagnar sigri. Reuters

Filippseyingurinn Manny Pacquiao vann sigur á Bandaríkjamanninum Oscar de la Hoya í viðureign í Las Vegas í nótt. Þegar níunda lotan átti að hefjast sat De la Hoya kyrr í horni sínu og neitaði að halda bardaganum áfram. Dæmdi dómarinn þá Pacquiao sigur á tæknilegu rothöggi.

Pacquiao er 29 ára gamall heimsmeistari í léttavigt en þyngdi sig fyrir viðureignina þannig að hann gæti keppt í veltivigt. De la Hoya létti sig hins vegar en hann er 15 sentimetrum hærri en  Pacquiao. 

De la Hoya er 35 ára og hefur 10 sinnum orðið heimsmeistari í sex mismunandi þyngdarflokkum. Hann var fluttur á sjúkrahús í læknisskoðun eftir bardagann en reyndist ekki alvarlega meiddur. 

Oscar De La Hoya sat kyrr í horni sínu í …
Oscar De La Hoya sat kyrr í horni sínu í byrjun 9. lotu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert