Silfur hjá Sindra Þór

Sindri Þór Jakobsson sundmaður.
Sindri Þór Jakobsson sundmaður. mbl.is/Steindór Gunnarsson

Sindri Þór Jakobsson varð í gær í öðru sæti í 100 metra flugsundi karla á Norðurlandameistaramóti unglinga í Svíþjóð, en öðrum hluta mótsins lauk í gær.

Sindri Þór synti á 56,34 sekúndum og varð fyrstur íslensku keppendanna til að krækja í verðlaun á mótinu.

Bryndís Rún Hansen var í baráttu um bronsið í tveimur greinum en varð að játa sig sigraða í þeim báðum. Í 50 metra skriðsundi var hún 0,3 sekúndum á eftir þeirri sem varð í þriðja sæti.

Krakkarnir ljúka keppni á mótinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert