Sigrún Brá bætti eigið Íslandsmet

Sigrún Brá Sverrisdóttir.
Sigrún Brá Sverrisdóttir. mbl.is/Brynjar Gauti

Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Rijeka í Króatíu. Sigrún synti á 1.59,45 mínútum og varð í 23. sæti af 41 keppenda. Gamla metið var 2.01,55 mínútur.

Sigrún keppti hálftíma áður í 50 metra skriðsundi þar sem hún hafnaði í 51. sæti af 55 keppendum. Sigrún synti á 26,33 sekúndum og bætti sinn besta árangur en Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Ragnarsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert