Skíðamaðurinn Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, endaði í 6. sæti á alþjóðlegu FIS svigmóti sem fram fór í Davos í Sviss í dag.
Björgvin var níundi eftir fyrri umferðina, með tímann 42,74, en aðstæður voru nokkuð erfiðar sökum mikillar snjókomu og færið því mjúkt. Björgvin fór á 43,07 í seinni umferðinni og var því samanlagt með tímann 1.25,81.
Aðeins 30 keppendur af 140 náðu að klára báðar ferðir sínar, en meðal þeirra sem duttu út voru Árni Þorvaldsson, Gísli Guðmundsson, Stefán Jón Sigurgeirsson, og Sigurgeir Halldórsson.
Landslið Íslands mun keppa í Davos á fimmtudag í risasvigi og tvíkeppni.
Landsliðið kemur svo til Íslands á föstudag, en um helgina fer fram alþjóðlegt mót á Akureyri.