Björgvin þriðji í Sviss

Björgvin Björgvinsson.
Björgvin Björgvinsson. mbl.is

Björg­vin Björg­vins­son, skíðakappi frá Dal­vík, varð í þriðja sæti á svig­móti í Dav­os í Sviss í dag, aðeins 0,08 sek­únd­um á eft­ir sig­ur­veg­ar­an­um.

Al­ex­and­er Horos­hi­lov frá Rússlandi og Jan Seiler frá Sviss urðu jafn­ir í fyrsta sæti keppn­inn­ar.


Aðstæður í dag jafn slæm­ar og í gær og af 150 kepp­end­um sem hófu keppni luku  aðeins 40 fyrri ferð , en 35 kláruðu báðar ferðir. Þeir Árni Þor­valds­son, Gísli Rafn Guðmunds­son, Stefán Jón Sig­ur­geirs­son og Sig­ur­geir Hall­dórs­son helt­ust all­ir úr lest­inni í fyrri ferð eins og í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert