Björgvin þriðji í Sviss

Björgvin Björgvinsson.
Björgvin Björgvinsson. mbl.is

Björgvin Björgvinsson, skíðakappi frá Dalvík, varð í þriðja sæti á svigmóti í Davos í Sviss í dag, aðeins 0,08 sekúndum á eftir sigurvegaranum.

Alexander Horoshilov frá Rússlandi og Jan Seiler frá Sviss urðu jafnir í fyrsta sæti keppninnar.


Aðstæður í dag jafn slæmar og í gær og af 150 keppendum sem hófu keppni luku  aðeins 40 fyrri ferð , en 35 kláruðu báðar ferðir. Þeir Árni Þorvaldsson, Gísli Rafn Guðmundsson, Stefán Jón Sigurgeirsson og Sigurgeir Halldórsson heltust allir úr lestinni í fyrri ferð eins og í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert