Usain Bolt ætlar sér stóra hluti

Usain Bolt.
Usain Bolt. Reuters

Usain Bolt frá Jamaíku telur að hann verði fyrsti maðurinn sem nær því að hlaupa 200 metra undir 19 sekúndum en hann á heimsmetin í 100 og 200 m. hlaupi. Bolt setti bæði metin á Ólympíuleikunum í Peking í sumar þar sem hann hljóp 200 m. á 19,30 sekúndum og 100 m á 9,69 sekúndum.

Í viðtali við franska dagblaðið L'Equipe segir Bolt að hann verði sá fyrsti sem hleypur 200 metra undir 19 sekúndum.

„Þjálfari minn segir að ég geti bætt mig mikið á næstu tveimur árum í 200 metra hlaupinu. Hann hefur trú á því að ég geti hlaupið 200 metra undir 19 sekúndum og ég er sammála honum,“ segir Bolt við franska blaðið en hann var útnefndur íþróttamaður ársins af L'Equipe. Þar stóð valið á milli bandaríska sundmannsins Michael Phelps, tenniskappans Rafael Nadal frá Spáni og Usain Bolt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Arnþór Ragnarsson:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert