Vésteinn Hafsteinsson var í gærkvöldi kjörinn þjálfari ársins í Eistlandi í hófi sem haldið var í Tallin í tengslum við kjör íþróttamanns ársins þar í landi. Þetta er annað árið í röð sem Vésteini hlotnast þessi heiður og titill. Sama á við um lærisvein hans, Gerd Kanter ólympíu- og heimsmeistara í kringlukasti. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins í Eistlandi í annað skiptið á jafnmörgum árum.