Hver verður íþróttmaður ársins?

Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrir valinu í fyrra.
Margrét Lára Viðarsdóttir varð fyrir valinu í fyrra. mbl.is

Kjöri íþróttamanns ársins 2008 verður lýst í hófi á Grand Hótel í kvöld. Það eru Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, sem kjósa íþróttamann ársins og er þetta í 53. sinn sem SÍ standa fyrir því. 

 Á Þorláksmessu var upplýst hvaða íþróttamenn höfnuðu í tíu efstu sætunum í kjörinu að þessu sinni. Nöfn þeirra sem til greina koma eru í stafrófsröð.

*Alexander Petersson, handknattleiksmaður

*Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður

*Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður

*Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður

*Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður

*Katrín Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Val

*Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona

*Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá

*Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður

*Þormóður Jónsson, júdómaður

Sex þessara íþróttamanna voru á lista tíu efstu í kjörinu á síðasta ári – Eiður Smári, Guðjón Valur, Jón Arnór, Margrét Lára, Ólafur og Snorri Steinn.

Margrét Lára var útnefnd íþróttamaður ársins í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert