Ísland vann til fernra gullverðlauna á Norðurlandamótinu í Taekwondo, sem fram fór í Framheimilinu í dag.
Alls vann Ísland til 16 verðlauna á mótinu sem er besti árangur Íslands hingað til í íþróttinni.
Um 200 þátttakendur tóku þátt í mótinu, en þeir Símon Bjarni Cox og Björn Þorleifsson urðu Norðurlandsmeistarar í karlaflokki og þær Auður Anna Jónsdóttir og Rut Sigurðardóttir sömuleiðis í kvennaflokki.