Belgískur hjólreiðamaður fannst látinn

Frederiek Nolf.
Frederiek Nolf. Reuters

Einn efnilegsti hjólreiðakappi Belga, Frederiek Nolf, varð bráðkvaddur á hótelhebergi í Katar í nótt en þar var hann að keppa í Tour of Quatar hjólreiðakeppninni. Frederiek Nolf var 21 árs gamall og var talinn helsta von Belga vonarstjarna Belga í hjólreiðaíþróttinni en hann varð atvinnumaður í íþróttinni á síðasta ári.

Nolf keppti í gær í fjórðu dagleið hjólreiðakeppninnar en hann var í Topsport Vlaanderen-Mercator keppnisliðinu sem hefur dregið keppendur sína úr keppninni.

,,Það er mikil sorg í hjólreiðaíþróttinni eftir að hafa misst svona ungan og efnilegan íþróttamann,“ segir Belginn Eddy Merckx sem vann fyrir Topsport Vlaanderen-Mercator en hann gerði garðinn frægan í hjólreiðaíþróttinni á árum áður.

Nolf hefði orðið 22 ára gamall næsta þriðjudag en orsök andláts hans liggur ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka