Aðeins einn íþróttamaður á A-styrk

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Brynjar Gauti

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, er eini íþróttamaðurinn sem hlýtur svonefndan A-styrk, sem er 1.920.000 krónur, úr Afrekssjóði ÍSÍ, en tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum í dag.

Alls sóttu 19 sérsambönd um styrk og nam upphæðin 411 milljónum króna en til úthlutunar komu 46 milljónir króna.

Átta íþróttamenn verða á B-styrk, sem er 960.000 krónur á ári, og eru þrír nýir þar. Það eru Þormóður Árni Jónsson júdómaður, Bergur Ingi Pétursson, sleggjukastari og Viktor Kristmannsson, fimleikamaður. Aðrir sem verða á B-styrk eru Baldur Ævar Baldursson, íþróttasambandi fatlaðra, Björgvin Björgvinsson, skíðamaður, Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður, Jóhann Rúnar Kristjánsson, íþróttasambandi fatlaðra og Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona.

Hæsti styrkur að þessu sinni er til kvennalandsliðsins í knattspyrnu en liðið fær 7 milljónir króna vegna Evrópukeppninnar og undankeppni HM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert