Ísland á Evrópumótinu í badminton

Íslenska landsliðið í badminton. Ragna Ingólfsdóttir er þó fjarri góðu …
Íslenska landsliðið í badminton. Ragna Ingólfsdóttir er þó fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Morgunblaðið/Golli

Í dag hefst Evrópumót landsliða í badminton sem fram fer í Liverpool á Englandi. Í keppninni taka þátt 32 þjóðir, eða um 300 keppendur, þar af sex íslenskir keppendur.

Landsliðskonurnar Ragna Ingólfsdóttir, Katrín Atladóttir og Sara Jónsdóttir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni og því teflir Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari, fram ungu og efnilegu liði.

Ísland er í riðli með Ítalíu, Ungverjalandi og Úkraínu, sem er talin sterkasta þjóðin í riðlinum. ísland hefur aldrei unnið Úkraínu, en hefur hinsvegar aldrei tapað fyrir ítölum. Þá hefur Ísland unnið Ungverja oftar en ekki.

Ísland leikur í dag við Ungverja klukkan 18 og verður úrslitunum gerð skil strax að leik loknum.

Á morgun leikur Ísland við Ítalíu og Úkraínu á fimmtudag.

Lið Íslands er skipað eftirfarandi leikmönnum:

Atli Jóhannesson, TBR - 9 landsleikir
Helgi Jóhannesson, TBR - 45 landsleikir
Magnús Ingi Helgason, TBR - 28 landsleikir
Karitas Ósk Ólafsdóttir, ÍA - 0 landsleikir
Snjólaug Jóhannsdóttir, TBR - 3 landsleikir
Tinna Helgadóttir, TBR - 27 landsleikir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert