Egill tryggði SR sigur á SA

Úr leik SR og SA fyrr í vetur.
Úr leik SR og SA fyrr í vetur. Friðrik Tryggvason

Egill Þormóðsson tryggði Skautafélagi Reykjavíkur 5:4-sigur gegn Skautafélagi Akureyrar í úrslitum Íslandsmótsins í íshokkí karla í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. SR vann fyrsta leikinn á Akureyri 6:5 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Staðan var jöfn 4:4 þegar 48 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá náði Egill að skora fimmta mark SR og var það jafnframt sigurmark leiksins. Liðin mætast að nýju á laugardaginn á Akureyri og getur SR tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þeim leik. 

SR sýndi hvað í liðinu býr í öðrum leikhluta. Staðan er 4:4 en SR skoraði þrjú mörk í röð eftir að SA hafði komist í 4:1 í upphafi annars leikhluta.

SA byrjaði leikinn af miklum krafti og eru Akureyringarnir 3:1 yfir að loknum fyrsta leikhluta. SA skoraði fyrsta mark leiksins áður en SR jafnaði og síðan skoruðu heimamenn tvö mörk til viðbótar. 

Gera þurfti hlé á leiknum strax á fyrstu mínútu þar sem að pökkurinn fór í ljós sem brotnaði og þrífa þurfti svellið áður en leikurinn hófst að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert