Gunnar fékk gull í New York

Gunnar á æfingu í Renzo Gracie Academy í New York.
Gunnar á æfingu í Renzo Gracie Academy í New York. mbl.is/Árni Torfason

Gunnar Nelson vann um helgina bæði til gull- og bronsverðlauna í opna meistaramótinu í bardagaíþróttinni jiu-jitsu í New York. Gunnar vann sinn þyngdarflokk og lenti í þriðja sæti í opnum flokki.

Gunnar var hársbreidd frá því að komast í úrslitaglímuna í opnum flokki en hann tapaði í undanúrslitum fyrir sér miklu þyngri andstæðingi með minnsta mögulega stigamun.

Gunnar stefnir á þátttöku í heimsmeistaramótinu í jiu-jitsu sem fer fram í byrjun júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert