Ásdís sló Íslandsmetið í spjótkasti

Ásdís Hjálmsdóttir fagnar Íslandsmetinu í dag.
Ásdís Hjálmsdóttir fagnar Íslandsmetinu í dag. mbl.is/Golli

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni sló í dag eigið Íslandsmet í spjótkasti kvenna þegar hún kastaði 61,37 metra á JJ-móti Ármanns á Laugardalsvellinum.

Gamla metið var frá 15. mars þegar hún kastaði 60,42 metra á Vetrarkastmóti Evrópu á Kanaríeyjum. Með þessu kasti fór Ásdís úr tíunda sæti heimslistans og uppí sjöunda sætið.

Nánar verður fjallað um mótið í íþróttablaði Morgunblaðsins á mánudagsmorgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert