Neyðarfundur vegna tækniþróunar

Fred Bousquet frá Frakklandi fagnar sigri.
Fred Bousquet frá Frakklandi fagnar sigri. Reuters

Alls hafa hafa 126 heimsmet fallið í sundíþróttinni á undanförnum 18 mánuðum. Árangurinn er ótrúlegur. Margir vilja banna nýjustu gerðir af keppnissundbúningum sem byrjað var að nota fyrir tæplega 2 árum þegar Speedo reið á vaðið með nýrri gerð af keppnissundbúningum.

Þessa dagana funda helstu forkólfar sundíþróttarinnar í Sviss þar sem farið verður yfir stöðuna. Fundurinn er ekkert annað en neyðarfundur þar sem reynt verður að snúa við þeirri þróun sem hefur átt sér stað.

Mjög hávær krafa er um að setja strangar reglur um hvernig sundföt verða lögleg í keppni. Ný gerð af ítölskum keppnissundfatnaði frá fyrirtækinu Jaked hefur reynst mörgum vel að undanförnu. Sem dæmi má nefna að Henrique Marques Barbosa frá Brasilíu synti 200 metra bringusund í Jaked-gallanum á móti fyrir skemmstu. Þar kom hann í mark á 2.08,44 mínútum og bætti tíma sinn um 3 sekúndur og annar keppandi bætti sig um 5 sekúndur í sömu grein.

Nánar er fjallað um málið í Mogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert