Einstakur íþróttamaður

Ólafur Stefánsson handboltamaðurinn frábæri.
Ólafur Stefánsson handboltamaðurinn frábæri. mbl.is/Brynjar Gauti

Hann endurtók leikinn! Þegar Ólafur Stefánsson tryggði spænska liðinu Ciudad Real Evrópumeistaratitilinn fyrir ári með stórbrotnum leik í Kiel í Þýskalandi vann hann eitt stærsta íþróttaafrek Íslendings frá upphafi. Þá skoraði hann 12 mörk og sneri vonlítilli stöðu spænska liðsins upp í frækinn sigur á erfiðasta útivelli í heimi, tryggði spænska liðinu Evrópu-meistaratitilinn, nánast upp á eigin spýtur.

Á sunnudaginn var Ólafur aftur í sviðsljósinu, nú í kveðjuleik sínum með Ciudad Real, seinni úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu, og aftur gegn Kiel. Nú gegn sínum fyrrum lærimeistara Alfreð Gíslasyni, sem einmitt varð Evrópumeistari með honum í Magdeburg í byrjun þessa áratugar.

Sjá nánar grein um Ólaf Stefánsson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert