Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Sigurður Hansen, Tinna Rut Guðmundsdóttir og Niklas Jakobson urðu sigurvegarar í fjórum flokkum Miðnæturhlaups Powerade sem var þreytt í Laugardalnum í Reykjavík seint í gærkvöld. Rúmlega 1.300 hlauparar tóku þátt, nærri 500 fleiri en í fyrra.
Keppnisvegalengdir voru tvær, 5 og 10 kílómetrar, en einnig var boðið uppá 3 kílómetra skemmtiskokk. Fyrstir í mark í keppnisvegalengdunum urðu eftirtaldir:
10 km hlaup kvenna:
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 37:50
2. Margrét Elíasdóttir, 41:40
3. Eva Margrét Einarsdóttir, 41:53
10 km hlaup karla:
1. Sigurður Hansen, 33:45
2. Birgir Marteinsson, 34:09
3. Jósep Magnússon, 34:49
5 km hlaup kvenna:
1. Tinna Rut Guðmundsdóttir, 21:03
2. Alma María Rögnvaldsdóttir, 21:48
3. Ellen Hansen, 22:02
5 km hlaup karla:
1. Niklas Jakobson, 17:15
2. Steinn Jóhannsson, 17:17
3. Torben Gregersen, 17:29
Heildarúrslit verða birt á marathon.is.