Jóhanna Ingadóttir, ÍBR, setti landsmótsmet í þrístökki á lokadegi Landsmóts UMFÍ á Akureyri í dag. Stökk 12,92 metra og bætti landsmótsmetið um hvorki meira né minna en 1,28 m. Þá bætti Ásdís Hjálmsdóttir, ÍBR, persónulegt met í kúluvarpi; kastaði 14,47 m. ÍBA sigraði í heildarstigakeppni mótsins.
ÍBA hlaut alls 1899 stig. Í öðru sæti, með 1557,5 stig, varð HSK, í þriðja sæti, með 1366,5 stig, UMSK og í fjórða sæti varð sameiginlegt lið UMSE og UFA með 1155,5 stig.
Ítarlega verður fjallað um Landsmót UMFÍ í Morgunblaðinu á morgun.
Þröstur Guðjónsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, með bikarinn sem bandalagið fékk fyrir sigur í heildarstigakeppninni.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Heimir Þórisson fagnar eftir að hann komist upp í fyrsta sætið í þrístökkini í dag - í næst síðustu umferðinni.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Vilhjálmur Einarsson, silfurverðlaunahafi í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956, afhenti Heimi Þórissyni gullverðlaun fyrir þrístökkið í dag.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Ásdís Hjálmsdóttir í kúluvarpskeppninni í dag.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson