Ragna á „blússandi ferð“

Ragna Ingólfsdóttir er að komast á fulla ferð á ný.
Ragna Ingólfsdóttir er að komast á fulla ferð á ný. mbl.is/Brynjar Gauti

„Maður er bara á blússandi ferð. Ég æfi tvisvar á dag núna og gengur rosalega vel,“ segir fremsta badmintonkona landsins, Ragna Ingólfsdóttir.

Ragna sleit sem kunnugt er krossband í hné fyrir rúmum tveimur árum en keppti meidd á Ólympíuleikunum í fyrra þar sem hnéð gaf sig endanlega. Þá fór hún í aðgerð og stranga endurhæfingu en er farin að sjá ljósið í enda ganganna.

„Síðustu átta mánuði, eftir aðgerðina hef ég bara verið að lyfta á fullu með einkaþjálfara þannig að ég er alveg orðin helmössuð,“ sagði Ragna létt í bragði en hún hefur kunnað ágætlega við sig í ræktinni.

Sjá nánar viðtal við Rögnu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka