Helga Margrét sló öllum við í kúluvarpinu

Helga Margrét heldur uppteknum hætti.
Helga Margrét heldur uppteknum hætti. mbl.is/Eggert

Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjöþrautarkona úr Ármanni gefur ekkert eftir á EM unglinga í Serbíu og sigraði í þriðju greininni kúluvarpi. Kúlan flaug 14,24 metra hjá Helgu í 2. tilraun og er það hennar besti árangur í kúluvarpi og jafnframt Íslandsmet í flokki ungkvenna. Hún kastaði 1,33 metra lengra en næsti keppandi.

Helga Margrét fékk 810 stig fyrir þennan árangur og er komin í efsta sæti keppninnar með 2654 stig og allar líkur á því að hún muni berjast um titilinn á morgun enda fjölhæf þrautarkona. Næst á eftir Helgu Margréti kemur Dafne Schippers frá Hollandi með 2475 stig.

Ein þraut er eftir í dag en það er 200 metra hlaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka