Hrafnhildur bætti Íslandsmet - Ragnheiður í 27. sæti

Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdótttir í Róm í dag.
Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdótttir í Róm í dag. mbl.is/Hörður Oddfríðarson.

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH og Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR kepptu í morgun á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Róm á Ítalíu. Hrafnhildur synti 200 metra bringusund í morgun á 2:31,39 mínútum  og bætti hún Íslandsmet sitt í greininni sem hún setti á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í júní en þar synti hún á 2:32,29 mín.

Hrafnhildur endaði í 37. sæti af alls 62 keppendum sem luku keppni.

Ragnheiður synti 100 metra skriðsund á 55,78 sekúndum og var hún 12/100 frá Íslandsmeti sínu í greininni. Ragnheiður endaði í 27. sæti af alls 166 keppendum. Hún keppir í 50 metra skriðsundi á laugardag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert