Bolt sló heimsmetið - 9,58 sek.

Usain Bolt frá Jamaíka var nú rétt í þessu að vinna heimsmeistaratitilinn í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín. Bolt kom í mark á nýju heimsmeti en hann hljóp sprettinn á 9,58 sekúndum. Gamla metið átti hann sjálfur, 9,69 sekúndur sem hann setti á Ólympíuleikjunum í Peking.

Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay varð annar á nýju bandarísku meti, 9,71 sekúndum og bronsið féll Asafa Powell frá Jamaíka í skaut en tími hans var 9,84 sekúndur.

Usain Bolt setti í kvöld nýtt heimsmet í 100 metra …
Usain Bolt setti í kvöld nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert