Enginn á lyfjum í 100 metra hlaupi

Usain Bolt fyrir miðju ásamt Tyson Gay og Daniel Bailey …
Usain Bolt fyrir miðju ásamt Tyson Gay og Daniel Bailey í úrslitahlaupi 100 metrana á HM á síðasta sunnudag. Reuters

Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, gaf út tilkynningu í morgun þar sem vísað er á bug fréttum í nokkrum evrópskum fjölmiðlum  þess efnis að Daniel Bailey sem hafnaði í fjórða sæti í úrslitum 100 m hlaupsins á HM í Berlín hafi fallið á lyfjaprófi. Bailey er æfingafélagi Usain Bolt sem setti glæsilegt heimsmet í hlaupinu á sunnudagskvöldið, 9,58 sekúndur.

Í tilkynningu IAAF segir að enginn keppanda í úrslitum hafi fallið á lyfjaprófi, hvorki fyrir HM né á mótinu. 

Reglan er sú að allir verðlaunahafar í öllum greinum á HM gangast undir lyfjapróf strax að hlaupi loknu. Heimsmet eru ekki staðfest af IAAF nema að fyrir liggi að sá sem metið setti hafi farið í lyfjapróf og staðist það.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert