„Held ég stoppi við 9,4“

Usain Bolt.
Usain Bolt. Reuters

,,Reggie“ strákurinn frá Jamaíka, Usain Bolt, aðeins 22 ára gamall, er á góðri leið með að skrá nafn sitt í sögubækur sem besti íþróttamaður allra tíma. Afrek hans á ólympíuleikvangnum í Berlín í fyrrakvöld þar sem hann sló heimsmetið í einu magnaðsta 100 metra hlaupi sögunnar er hreint út sagt stórkostlegt og sumir efast hreinlega um að þessi „raketta“ sé mennsk.  

Fyrir sléttu ári setti Bolt nýtt heimsmet í 100 metra hlaupinu þegar hann rann skeiðið á 9,69 sekúndum á Ólympíuleikunum í Peking en sigurtími hans í Berlín var 9,58 sekúndur. Hann bætti metið um 11 hundraðshluta úr sekúndu og aldrei áður hefur heimsmetið í greininni verið slegið jafn hressilega.

Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson, sem var ósigrandi á hlaupabrautinni, átti bágt með að trúa sínum eigin augum þegar hann sá sigurtímann.

,,Við höfum aldrei séð annað eins og ég er ekki viss um að við eigum eftir að verða vitni að slíku aftur. Það er hreint ótrúlegt hvað hann getur. Ég hugsa um þá sem þurfa að keppa við hann og ég er feginn að vera ekki einn af þeim,“ sagði Johnson.

Ítarlega er fjallað um feril Bolts í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert