Örn Norðurlandameistari í spjótkasti

Örn Davíðsson í keppninni í Vasa í Finnlandi í dag …
Örn Davíðsson í keppninni í Vasa í Finnlandi í dag þar sem hann varð Norðurlandameistari í spjótkasti 19 ára og yngri. Ljósmynd/Freyr Ólafsson

Örn Davíðsson varð í dag Norðurlandameistari í spjótkasti í flokki 19 ára og yngri á Norðurlandameistaramótinu í Vasa í Finnlandi.  Örn bætti sig um rétt rúma 7 metra, kastaði 70,86 metra og átti alls fjögur gild köst yfir 70 metra. Þessi árangur er sá næst besti frá upphafi í spjótkasti í flokki 20 ára og yngri hér á landi.

Örn fylgir þar með í fótspor Einars Daða Lárussonar sem varð Norðurlandameistari í 400 m grindahlaupi í gær. Þá varð örn í þriðja sæti í kúluvarpi.

Örn lenti í hörkukeppni í dag því finnskur keppandi varð í öðru sæti með 70,65 metra. Þriðja sætið vannst á rúmu 68 metrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert