Slær Bolt heimsmetið í Zürich á morgun?

Usain Bolt verður í eldlínunni annað kvöld.
Usain Bolt verður í eldlínunni annað kvöld. Reuters

Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, heimsmeistari og heimsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi, verður í eldlínunni í Zürich í Sviss annað kvöld en þá fer fram mót í gullmótaröðinni.

Fróðlegt verður að sjá hvort Bolt takist að slá heimsmet sitt sem hann setti í Berlín á dögunum þegar hann hljóp skeiðið á 9,58 sekúndum. Asafa Powell, fyrrum heimsmeistari, verður á meðal keppenda en hann varð annar á eftir Bolt á HM í Berlín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert