Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, heimsmethafi og heimsmeistari í 100 og 200 metra hlaupi, bar sigur úr býtum í 100 metra hlaupi á Gullmóti í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss í kvöld. Rakettan frá Jamaíka náði þó ekki að slá heimsmet sitt, 9,58 sek en hann kom í mark á 9,81 sekúndu. Asafa Powell varð annar á 9,88 sekúndum og Darvis Patton varð þriðji á 9,95 sek.