IAAF stendur ráðþrota frammi fyrir máli Semenya

Caster Semenya er svo sannarlega í kastljósinu þessa dagana.
Caster Semenya er svo sannarlega í kastljósinu þessa dagana. Reuters

ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið, IAAF, segir að ekki sé að vænta niðurstöðu af kynjaprófi suður-afrísku hlaupakonunnar, Caster Semenya, fyrr eftir næsta fund framkvæmdastjórnar IAAF í Mónakó 20. - 21. nóvember. „Þangað til ætlar IAAF ekki að tjá sig um mál Caster Semenya,“ sagði m.a. í stuttri yfirlýsingu IAAF síðdegis í gær.

Niðurstöðurnar hafa ekki verið opinberaðar en ástralska dagblaðið Syndney Morning Herald telur sig hafa heimildir fyrir að niðurstaðan sé sú að Semenya sé tvíkynja. Blaðið segir að í ljós hafi komið að Semenya sé bæði með kven- og karlkynfæri. Hún hafi ekki eggjastokka heldur innvortis eistu, sem framleiði mikið af karlhormóninu testosterón.

Blaðið hefur eftir Nick Davies, talsmanni IAAF, að ekki sé um að ræða lyfjamál, þar sem íþróttamaðurinn hafi vísvitandi reynt að hafa rangt við, heldur læknisfræðilegt mál. Rannsóknirnar gefi ekki tilefni til að gruna að reynt hafi verið að hafa rangt við heldur sé reynt að leggja mat á hvort Semenya hafi af læknisfræðilegum ástæðum haft forskot á keppinautna.

Sjá ítarlega umfjöllun um mál hlaupakonunnar í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert