Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson varð í kvöld fyrstur Íslendinga til að hljóta svart belti í brasilísku jiu jitsu. Renzo Gracie, þjálfari Gunnars, afhenti honum beltið í New York.
Gunnari hlýtur svarta beltið í kjölfar frammistöðu hans á sterku móti í uppgjafarglímu í Barcelona um helgina en þar hafnaði hann í 4. sæti í opnum flokki. Þá vann hann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í greininni í sumar.
Gunnar tekur þátt í Pan American mótinu í New York um næstu helgi. Á opinberu vefsetri Renzo Gracie akademíunnar stendur m.a. að Gunnar sé íþróttamaður sem akademían sé stolt að komi fram fyrir þeirra hönd.Frétt um Gunnar á vefsíðu Renzo Gracie