Íslendingar góðir í áströlskum fótbolta

Viðar Kristinsson skorar hér eitt af fallegri mörkum keppninnar eftir …
Viðar Kristinsson skorar hér eitt af fallegri mörkum keppninnar eftir að hafa brotist upp úr tæklingu leikmanns EU Crusaders. Jón Hrói Finnsson

Íslenskt lið tók nú um helgina í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppninni í áströlskum fótbolta sem fram fór í Zagreb í Króatíu.

Alls tóku 15 landslið þátt í keppninni að þessu sinni.  Íslenska landsliðið í áströlskum fótbolta var þarna að taka þátt í sínu fyrsta móti, enda hefur íþróttin aðeins verið stunduð hér á landi síðan í maí á þessu ári.

Árangurinn var glæsilegur, Ísland sigraði lið Ítalíu, Frakklands og liðið Krossfarar Evrópusambandsins (e. EU Crusaders), en tapaði fyrir Þýskalandi og Hollandi sem lenti í öðru sæti í keppninni.  Ísland vann við þetta hinn svokallaða Bowl Cup bikar og kom mjög á óvart í keppninni.

Meira má sjá um mótið á síðunni thefootyrecord.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert