Inga Elín Cryer sundkona úr Sundfélagi Akraness náði lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið í 25 metra laug en hún bætti eigið stúlknamet í 400 metra fjórsundi í dag á móti í Hafnarfirði. Inga Elín synti á 4.53,22 mínútum. Inga Elín lét ekki þar við sitja og bætti eigið stúlknamet í 800 metra skriðsundi og kom í mark á 8.54,86 mínútum.
Inga Elín er 16 ára og var hún aðeins einni sekúndu frá Íslandsmetunum í báðum greinum.
Fjórir íslenskir keppendur hafa náð lágmörkum fyrir EM í 25 metra laug: Inga Elín Cryer, Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.