Mjölnismenn unnu til flestra verðlauna á Íslandsmeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu keppendur voru
mættir til leiks frá fimm félögum.
Gunnar Nelson (Mjölni) varð Íslandsmeistari annað árið í röð bæði í sínum þyngdarflokki, -81 kg, sem og í opnum flokki án þess að andstæðingar hans næðu að skora eitt einasta stig gegn honum.
Aðrir Íslandsmeistara í dag voru:
Axel Kristinsson (Mjölni) í -66kg,
Haraldur Gísli Sigfússon (Mjölni) í -73kg,
Sighvatur Magnús Helgason (Mjölni) í -90,
Þorvaldur Blöndal (Mjölni) í -100kg
Ingþór Örn Valdimarsson (Fenri) í +100kg.
Keppt var í opnum flokki kvenna og þar sigraði Auður Olga Skúladóttir (Mjölni). Þá sigraði Mjölni einnig liðakeppnina bæði í karla-
og kvennaflokki en alls voru átta lið í liðakeppni karla og tvö í kvennaflokki.