Jacob Melin, úr karlaliði Gerplu í hópfimleikum, setti ný viðmið í stökki á trampolíni á haustmóti FSÍ í hópfimleikum sem fram fór á Akranesi um liðna helgi. Stökkið er þrefalt heljarstökk með tveimur og hálfri skrúfu. Jacob varð þar með fyrstur í heiminum svo vitað sé til þess að sýna þetta erfiða stökk í keppni á hópfimleikamóti.
Myndband af stökkinu.
Jacob keppti ásamt karlaliði Gerplu á Norðurlandamóti í
hópfimleikum í október. Þar stökk hann þrefalt heljarstökk með einni og hálfri skrúfu. Nú hefur Jacob bætt
við einni skrúfu og þar með komist í sögubækurnar. Jacob mun í byrjun desember ásamt fleiri liðsmönnum
Gerplu halda til Danmerkur og keppa á alþjóðlegu trampolín og
dýnumóti.