Settu Íslandsmet í Istanbúl

Stúlkurnar fjórar sem settu Íslandsmetið í dag.
Stúlkurnar fjórar sem settu Íslandsmetið í dag.

Sveit Íslands setti nýtt Íslandsmet í 4x50 metra skriðsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Istanbúl í dag en stúlkurnar syntu vegalengdina á 1:42,88 mínútu.

Þær slógu þar fimm ára gamalt met sem sveit Íslands setti í Vínarborg árið 2004 og var 1:46,97 mínúta. Sveitina að þessu sinni skipuðu þær Ragnheiður Ragnarsdóttir sem synti fyrsta sprettinn á 24,97 sekúndum, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem synti annan sprett á 25,29 sekúndum, Hrafnhildur Lúthersdóttir sem synti þann þriðja á 25,78 sekúndum og Inga Elín Cryer sem synti þann fjórða á 26,84 sekúndum.

Tíu sveitir kepptu í sundinu og Ísland hafnaði í áttunda sæti. Holland sigraði á nýju heimsmeti, 1:33,25 mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert