Dómari bjargaði lífi leikmanns (myndband)

Frá íshokkíleik á Íslandi.
Frá íshokkíleik á Íslandi. mbl.is/Guðmundur

Niklas Lihagen, sænskur íshokkíleikmaður hjá Örebro, getur þakkað dómaranum Wolmer Edqvist fyrir að bjarga lífi hans í leik gegn Bofors um helgina í sænsku úrvalsdeildinni. Lihagen hné niður og missti meðvitund í einni sókn Örebro. Dómarinn Wolmer Edqvist kom fyrstur að leikmanninum og áttaði sig fljótlega á því að hjartað var hætt að slá hjá leikmanninum.

Myndband.

Edqvist hóf þegar í stað hjartahnoð og endurlífgun, en hann hefur starfað sem sjúkraflutningamaður í tæplega tvo áratugi samhliða dómarastarfinu. Leikmaðurinn komst til meðvitundar áður en sjúkrabifreið kom á svæðið en Lihagen er á gjörgæslu á sjúkrahúsi en er ekki talinn í lífshættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert