Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2009 í hinu árlega kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en niðurstaðan var tilkynnt í glæsilegu hófi á Grand Hótel í Reykjavík.
Þetta er annað árið í röð og í fjórða skiptið samtals sem Ólafur hreppir þennan eftirstótta titil, en hann féll honum einnig í skaut árin 2002, 2003 og 2008.
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður, varð í öðru sæti í kjörinu og Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrnukona, hafnaði í þriðja sæti.
Tíu efstu í kjörinu urðu eftirtaldir íþróttamenn:
1. Ólafur Stefánsson, handknattleikur
2. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna
3. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna
4. Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur
5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttir
6. Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
7. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
8. Jakob Jóhann Sveinsson, sund
9. Björgvin Páll Gústavsson, handknattleikur
10. Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna
Alls fengu 30 íþróttamenn úr 15 íþróttagreinum atkvæði í kjörinu að þessu sinni en heildarlista yfir þá verður að finna í Morgunblaðinu í fyrramálið.