Fá gullverðlaunin 13 árum eftir að keppni lauk

Bretarnir Roger Black, Jamie Baulch, Iwan Thomas og Mark Richardson …
Bretarnir Roger Black, Jamie Baulch, Iwan Thomas og Mark Richardson fá því gullverðlaunin. AP

Breska boðhlaupssveitin í 4x400 m. hlaupi karla, sem endaði í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Aþenu árið 1997, fékk í gær formlega tilkynningu þess efnis að þeir myndu fá gullverðlaunin afhent við formlega athöfn, 13 árum eftir að mótinu lauk. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAC, svipti bandarísku sveitina gullverðlaunum eftir að Bandaríkjamaðurinn Antonio Pettigrew hafði játað að hafa notað ólögleg lyf fyrir úrslitahlaupið en Pettigrew greindi IAAC frá því á árinu 2008.

Bretarnir Roger Black, Jamie Baulch, Iwan Thomas og  Mark Richardson fá því gullverðlaunin en Pettigrew, Chris Jones, Tyree Washington og Jerome Young voru dæmdir úr leik og sviptir verðlaunum sínum.

Pettigrew viðurkenndi að hafa notað hormónið EPO sem eykur m.a. súrefnisflutning í blóði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert