Meistaramóti seinkað vegna Icesave kosningar

Frjálsíþróttamenn verða að fresta keppni vegna kosninga um Icesave samninginn.
Frjálsíþróttamenn verða að fresta keppni vegna kosninga um Icesave samninginn. Ómar Óskarsson

Fyrirhugaðar kosningar um Icesave samninginn hafa sett strik í reikninginn í mótaskrá Frjálsíþróttasamband Íslands.  Kosningarnar eru fyrirhugaðar 6. mars en sama dag stóð til að meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára fari fram í Laugardalshöll. Laugardalshöll er aðalkjörstaður í Reykjavík og verður hluti frjálsíþróttahallarinnar notaður á kjördag vegna kosninganna. Þar af leiðandi hefur meistaramótinu verið frestað um eina viku, yfir á helgina 13. og 14. mars.

Frá þessu er greint á heimsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert