Fyrirhugaðar kosningar um Icesave samninginn hafa sett strik í reikninginn í mótaskrá Frjálsíþróttasamband Íslands. Kosningarnar eru fyrirhugaðar 6. mars en sama dag stóð til að meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára fari fram í Laugardalshöll. Laugardalshöll er aðalkjörstaður í Reykjavík og verður hluti frjálsíþróttahallarinnar notaður á kjördag vegna kosninganna. Þar af leiðandi hefur meistaramótinu verið frestað um eina viku, yfir á helgina 13. og 14. mars.
Frá þessu er greint á heimsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.