Margir falla á lyfjaprófi fyrir vetrarólympíuleikana

Ólympíuleikarnir hefjast á morgun.
Ólympíuleikarnir hefjast á morgun. Reuters

Alls hefur 30 keppendum verið meinuð þátttaka á vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Vancouver í Kanada á morgun eftir að þeir féllu á lyfjaprófi í aðdraganda leikanna. Þetta hefur Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA, staðfest. Lyfjaprófin voru tekin af íþróttamönnunum í heimalandi þeirra á síðustu vikum.

Ekki hefur verið gefið upp hvaða íþróttamenn eiga í hlut né í hvaða íþróttagreinum þeir stefndu á þátttöku í á leikunum. 

Alþjóða Ólympíunefndin hefur staðið fyrir 554 lyfjaprófum frá 4. febrúar. Ekkert þeirra hefur reynst jákvætt. Af þeim voru 147 blóðprufur en mikið er lagt upp því að leita að merkjum um notkun á blóðaukandi steralyfjum sem verið hafa vinsælir á meðal íþróttamanna í skíðagöngu og öðrum greinum þar sem mjög reynir á úthald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert