Keppandi lést á æfingu á ÓL í Vancouver

Nodar Kumaritashvili.
Nodar Kumaritashvili. Reuters

Nodar Kumaritashvili frá Georgíu lést í kvöld eftir slys á æfingu í sleðabrautinni fyrir Ólympíuleikana í Vancouver í Kanada. Kumaritashvili, sem var 22 ára, var á 140 km/klst. hraða þegar hann fór út úr brautinni og hafnaði á ljósastaur utan við brautina. Talsmaður Alþjóða Ólympíunefndarinnar hefur staðfest að Kumaritashvili sé látinn.   

Margir hafa haft áhyggjur af öryggi keppenda í brautinni sem þykir ein sú hraðasta í sögu ÓL.    Armin Zoeggeler frá Ítalíu slasaðist á æfingu í kvennakeppninni í dag en hún er ekki alvarlega slösuð.

 Hannah Campbell-Pegg frá Austurríki sem keppir í kvennaflokki í þessari grein er ósátt við skipuleggjendur keppninnar. „Að mínu mati erum við aðeins tilraunakanínur sem eru prófaðar á þessari braut,“ sagði Campbell-Pegg við fjölmiðla í Vancouver.

Í sleðakeppninni er keppt á eins og tveggja manna sleðum og liggja keppendur á sleðanum og ná eins og áður segir gríðarlegum hraða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert