Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson luku rétt í þessu keppni í risasvigi karla á vetrarólympíuleikunum í Vancouver. Stefán varð síðastur þeirra 45 skíðamanna sem luku keppni en Árni var einn af þeim 19 sem náðu ekki að fara alla leið.
Stefán, sem var með rásnúmer 62 af 64 keppendum, fékk tímann 1:39,12 mínúta og var 1,09 sekúndu á eftir næsta manni. Árni var með rásnúmer 63 og missti af hliði um brautina miðja.
Aksel Lund Svindal frá Noregi varð Ólympíumeistari á 1:30,34 mínútu, Bode Miller og Andrew Weibrecht frá Bandaríkjunum hrepptu silfur og brons.