Erna Friðriksdóttir, eini keppandi Íslands á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Vancouver, hafnaði í ellefta sæti í svigi í flokki sitjandi á leikunum í kvöld. Um var að ræða fyrstu keppnisgrein hennar á leikunum.
Sautján skíðamenn voru skráðir til leiks í þessum flokki en sex þeirra heltust úr lestinni, þrír í hvorri ferð.
Erna er einnig skráð til leiks í stórsvigi sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur röskun hefur orðið á upphaflegri dagskrá alpakeppninnar á leikunum sökum veðurs. Til stóð til að Erna hæfi keppni um næstu helgi en árla í gær var keppni flýtt.
Verðlaunin í sviginu fóru til Austurríkis, Bandaríkjanna og Japans. Sænskur keppandi varð næstur á undan Ernu en þær voru einu Norðurlandabúarnir í þessari keppnisgrein