Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson vann til gullverðlauna í sínum þyngdarflokki á Grapplers Quest, sterku móti í uppgjafarglímu sem fram fór í New Jersey í kvöld.
Gunnar glímdi við fjóra andstæðinga í þyngdarflokknum og vann tvær glímur á stigum og tvær með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar, m.a. úrslitaglímuna sem hann sigraði á svokölluðu guillotine hengingartaki.
Gunnar féll hins vegar úr leik í opnum flokki á minnsta mögulega mun, einu advantage stigi, gegn sér rúmlega 50 kg þyngri andstæðingi.
Gunnar dvelst nú við æfingar í New York.