Jafntefli í 10. skákinni

Anand við skákborðið í Sofiu.
Anand við skákborðið í Sofiu. Reuters

Jafntefli varð í 10. einvígisskák Viswanathans Anands og Veselins Topalovs í heimsmeistaraeinvíginu í skák í Sofiu í Búlgaríu í dag. Staðan í einvíginu er jöfn, báðir skákmenn hafa 5 vinninga og tvær skákir eru eftir. 11. einvígisskákin verður tefld á sunnudag.

Topalov var með hvítt og lék drottningarpeðinu í fyrsta leik. Anand beittti Grünfeld vörn eins og í fyrstu skákinni, sem hann tapaði, en breytti nú út af í 10. leik. Skákin var hins vegar í jafnvægi og jafntefli var samið eftir 60 leiki.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert