Federer úr leik

Roger Federer eftir tapleikinn gegn Svíanum Robin Soderling.
Roger Federer eftir tapleikinn gegn Svíanum Robin Soderling. Reuters

Svissneski tenniskappinn Roger Federer féll í dag úr leik á opna franska meistaramótinu í tennis þegar hann beið lægri hlut fyrir Svíanum Robin Soderling, 3:6, 6:3, 7:5 og 6:4.

Federer átti titil að verja og þótti sigurstranglegastur en Svíinn sýndi allar sínu bestu hliðar og vann sætan sigur. Hann mætir Tékkanum Tomas Berdych í undanúrslitum en Berdych hafði betur gegn Rússanum Mikhail Youzhny.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert