Ellefu blakmenn valdir fyrir Möltuferð

Blaklandsliðið sem keppir á Möltu.
Blaklandsliðið sem keppir á Möltu.

Karlalandslið Íslands í blaki er á leiðinni til Möltu og tekur þar þátt í undankeppni Evrópumóts smáþjóða um næstu helgi. Leikið er á föstudag, laugardag og sunnudag, gegn San Marínó, Möltu og Lúxemborg. Tvö efstu liðin komast í úrslitakeppni sem fram fer á næsta ári.

Michael Overhage landsliðsþjálfari valdi ellefu leikmenn fyrir mótið og nær helmingur þeirra, eða fimm, koma frá HK. Liðið er þannig skipað:

Reynir Árnason, HK, Brynjar Júlíus Pétursson, HK, Orri Þór Jónsson, HK, Valgeir Valgeirsson, HK, Ólafur J. Júlíusson, HK, Hörður Páll Magnússon, Þrótti R., Valur Guðjón Valsson, Þrótti R., Emil Gunnarsson, Stjörnunni, Róbert Karl Hlöðversson, Stjörnunni, Hafsteinn Valdimarsson, Aalborg HIK og Kristján Valdimarsson, Aalborg HIK.

Íslendingar verða fjölmennir á Möltu um helgina því eins og áður hefur komið fram fer ríflega 30 manna frjálsíþróttalandslið þangað til keppni í Evrópubikarnum á laugardag og sunnudag. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert